Almennar upplýsingar

PÓLAR HESTAR er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað 1985. Stefán Kristjánsson, eigandi fyrirtækisins átti sér draum. Hann langaði að sýna fólki frá öllum heimshornum þessa stórkostlegu náttúru allt í kring á baki hests. Þessi draumur varð að veruleika og enn í dag er fólk jafn undrandi og hrifið af þessari upplifun að njóta náttúrunnar á hestbaki.

Hjarta fyrirtækisins er bóndabærinn okkar Grýtubakki. Við erum með yfir 160 hross sem öll eru vel þjálfuð, fótviss, sterk og elska að vera knúsuð. Einnig erum við með 270 ær, hundana Lóu og Smára, nokkra ketti, kanínur og hænur.

Verið hjartanlega velkomin!

Í grennd við bæinn

Á fleygi ferð um íslenska náttúru