Sumarsæla

Riðið er í einn og hálfan tíma og eftir hestaferðina er innifalið að skreppa á mínígolfvöllinn okkar. Við ríðum meðfram ánni Gljúfurá, yfir engi, í gegnum móa, í áttinu að Eyjafirði eða upp á heiðarbrún. Völlinn er að finna í skógarreitnum fyrir ofan bæinn. Þar eru sex holur sem allar tengjast Íslandi og umhverfinu á einhvern hátt. Eins og svo margt á Grýtubakka er hann heimagerður og þar af leiðendi mjög persónulegur. Kaffi, te, kakó og heimagerðar kökur eru svo í boði að ferð lokinni.

Af öryggisástæðum ákveðum við hvernig ferðin er nákvamlega hverju sinni þar sem taka þarf tillit til lengdar ferðar, reynslu knapa, veðurs og ástand lands.

Lengd 1,5 klst.
Verð á mann 12.000 ISK
Brottför 2023 Eftir óskum
Reynsla Fyrir alla
Lágmarksfjöldi 2
Lágmarksaldur 6 ára

BÓKUN / FYRIRSPURN