Stuttar ferðir

Í stuttu ferðunum okkar bjóðum við einstaklingum, fjölskyldum og hópum af öllum gerðum að upplifa íslenska hestinn í sínu náttúrulega umhverfi. Á sumrin bjóðum við upp á eins, tveggja og þriggja tíma ferðir auk dagsferða. Á veturna þegar snjórinn hefur heltekið landið erum við einungis með klukkutíma ferðir og eins og hálfstíma ferðir. Hvernig ferð þig langar til að upplifa ræðst af tímanum sem þú hefur og líkamlegu ástandi þínu. Endilega heyrðu í okkur og láttu vita hvaða ferð þú velur:

   
Hestaferð
Verð á mann
1 tíma ferð 6.500 ISK
1,5 tíma ferð 9.000 ISK
2 tíma ferð 10.500 ISK
3 tíma ferð 14.500 ISK
Dagsferð 18.000 ISK
Sumarsæla 10.000 ISK
   

Börn 12 ára og yngri greiða 1.500 ISK minna en fullt verð. Greiðsla fer fram að lokinni hestaferð. Við tökum við greiðslukortum.

Þegar ferðin er búin, bjóðum við upp á kaffi, te og kakó með heimagerðum kökum og kexi. Þið megið reiknað með klukkutíma aukalega í kringum hverja ferð. Vinsamlegast mætið 20 mínútur fyrir brottför herstaferðarinnar.

Við notumst ekki við sjálfvirkt bókunarkerfi þar sem við viljum vera í persónulegum samskiptum við gestina okkur. Við viljum kynnast þér og komast að því hverjar þínar óskir eru. Ferðin á hestunum okkar á að vera stórkostleg upplifun. Ef að tímasetningarnar sem við bjóðum upp á henta ekki, hafðu þá samband og við reynum að finna tíma sem að hentar öllum.

Þegar bókað er, vinsamlegast gefðu okkur eftirfarandi upplýsingar:

  • Hvað eruð þið mörg?
  • Eru börn með og þá hversu gömul?
  • Hver er reynsla þín/ykkar af hestaferðum (nokkuð nákvæmt)?
  • Er eitthvað fleira sem við ættum að vita?

110 kg er hámarksþyngd í eins og tveggja tíma ferðirnar og 100 kg í þrjá tíma og dagsferðinar.

Ef þú kemst ekki í ferðina, hefur tafist eða vilt breyta einhverju, vinsamlegast hringdu þá í okkur.

 

Klukkutíma ferð

Tveggja tíma ferð

Þriggja tíma ferð

Eins og hálfstíma ferð

Hestaferð og mínígolf