Yfir móa og mela
Tveggja tíma ferðin er okkar langvinsælasta ferð og upplögð fyrir þá sem að vilja komast í nánari tengsli við íslenska hestinn og náttúruna í kring. Við ríðum meðfram ánni Gljúfurá, yfir engi, í gegnum móa, í áttinu að Eyjafirði eða upp á heiðarbrún. Kaffi, te, kakó og heimagerðar kökur eru svo í boði að ferð lokinni.
Af öryggisástæðum ákveðum við hvernig ferðin er nákvamlega hverju sinni þar sem taka þarf tillit til lengdar ferðar, reynslu knapa, veðurs og ástand lands.
| Á mig sækir eintóm gleði, aldrei leiði, |
| úti um móa, uppi á heiði |
|
ef ég ríð á brokki og skeiði. (Björn Ingólfsson) |
| Lengd | 2 klst. |
| Verð á mann | 15.000 ISK |
| Brottför 2026 | 10:00 og 14:00 |
| Reynsla | Fyrir alla |
| Lágmarksfjöldi | 1 |
| Lágmarksaldur | 6 ára |





