Umhverfið

Grýtubakki er staðsettur undir þokkafullum fjöllum við austanverðan Eyjafjörð, lengsta fjörð Íslands, og í um 35 km fjarlægð frá Akureyri, höfuðstað norðurlands. Landslagið umhverfis mótast af firðinum, háum fjöllum, hvítfryssandi ám, mýrum með allskyns gróðri og gróðursælum dölum. Þessa mjög svo fjölbreyttu náttúru er upplagt að koma og njóta á hestbaki í einni af okkar fjölmörgu ferðum. Einnig er ýmislegt fleira að sjá og gera í nágrenni okkar.

 

Fjördur    Wollgras    Tal

 

Sjávarþorpið Grenivík er skammt norðan við Grýtubakka. Þar búa um 250 manns og þar er ýmislegt að finna fyrir gesti. Í Jónsabúð er hægt að kaupa allt það helsta sem þarf. Sundlaugin býður þér upp á notalega stund í heita vatninu auk þess er fallegt útsýni yfir Eyjafjörðinn. Svo er þar líka sjóminjasafnið þar sem sjá má marga hluti sem notaðir voru til fiskveiða fyrrum. Það er að finna niður við sjóinn hjá gömlu bryggjunni.

Endilega kíkið líka á veitingahúsið - Kontórinn!

 

Grenivik    Sonnenuntergang    Fischereimuseum

 

Skammt suður af Grýtubakka er Laufás, fornfrægur kirkjustaður og höfðingjasetur. Enn þann dag í dag er prestsetur í Laufási. Kirkjan sem þar stendur nú var byggð 1865. Í upplýsingamiðstöðinni á staðnum er hægt að finna allskyns upplýsingar um sögu staðarins og líka ýmiskonar handverk og minjagripi.

 

Höfdi    Laufas    Fjord